Flúðir

Byggðakjarninn að Flúðum fer ört vaxandi og er ein ástæðan fyrir því mikil fjölgun ferðamanna og orlofshúsa. Þar er hægt að gera ýmislegt til dægrastyttingar, fara í sund, heitan pott eða í náttúrulegt gufubað í sundlauginni á Flúðum, farið í gönguferðir í nágrenninu, skreppa á hestbak að Syðra-Langholti eða leika golf á golfvelli í landi Efra-Sels sem er í göngufjarlægð. Skemmtilegt byggðasafn er að Gröf.
Á Flúðum er í boði öll hugsanleg þjónusta eins og verslanir, veitingasala, pósthús og kaffihús/pöbb.
Margir garðyrkjubændur hafa sest á að Flúðum og þar eru ræktaðir hinir velþekktu Flúðasveppir. Hópum er boðið upp á heimsóknir í gróðurhús, þar sem má fræðast um blómaræktun, grænmeti, ber, sveppi, lífræna ræktun og krydd.  Gönguleiðir eru margar í nágrenni Flúða, til dæmis á Miðfell og Högnastaðaás. Upplýsingar um nágrennið er að fá í ferðaþjónustunni sem er til húsa í versluninni Strax á Flúðum, þar er verslun, kaffitería og bensínsjálfsali.

Flúðir is a fast growing community in a geothermal area in the upper lowlands of South Iceland. In Flúðir you can go swimming, in a hot tub or in a natural sauna in Flúðir´s swimming pool. The area around Flúðir is good for hiking and the adjacent Miðfell mountain is easily accessible and offers a magnificent panoramic view of the vicinity.There is also a horse rental at Syðra-Langholt, a golf course at Efra-Sel and a folk museum at Gröf.
The main sources of employment in Flúðir are services, industry and horticulture. Geothermal heat is utilized for greenhouses, and there is the biggest mushroom factory in Iceland. Flúðir has excellent services available for visitors. Among those offered are a grocery store, restaurant, swimming pool, camping ground, information center, golf course, horse rental, post office and a small airfield.