Hveravellir

Á hálendi Íslands, á miðjum Kjalvegi, er að finna óspillt og friðað náttúrusvæði sem nefnist Hveravellir. Ferðamenn, jafnt íslenskir sem erlendir, sækja mikið þangað allt árið um kring. Ekiðer eftir Kjalvegi sem liggur um miðbik landsins, ein elsta og fjölfarnasta alfaraleið hálendisins. Hann opnar yfirleitt upp úr miðjum júní og er fær eins lengi og veður leyfir.
Hveravellir eru ein af mörgum náttúruperlum landsins. Hverasvæði, heit laug og jöklar í stórkostlegu umhverfi draga alla náttúruunnendur að svæðinu. Þar eru bæði vatns- og gufuhverir. Þeirra á meðal eru m.a. Eyvindahver, Öskurhóll og Bláhver. Eyvindarhver dregur nafn sitt af Fjalla-Eyvindi, en talið er að hann hafi dvalið á Hveravöllum í um tvö ár, ásamt ástkonu sinni Höllu, útlægur frá samneyti við aðra menn, lög og rétt. Enn er að finna merki um búsetu þeirra, þeirra á meðal eru Eyvindarhellir og Eyvindarrétt. Hveravellir voru friðlýstir sem náttúruvætt 1960 og það endurskoðað 1975. Veðurstofa Íslands hóf starfsemi á Hveravöllum 1965 með mannaðri veðurathugunarstöð en lagði hana niður í júní 2004.
Boðið er upp á tvo gistiskála á Hveravöllum. Húsin eru bæði hituð upp með hveravatni og er heitt rennandi vatn í þeim báðum. Eldurnaraðstaða er í báðum húsunum og þar er einnig að finna helstu eldhúsáhöld.
Eftir langan dag á hálendinu er notalegt að stinga sér í náttúrulega heita laug sem staðsett er við annan skálann á svæðinu og láta þreytuna líða úr sér. Ferðaþjónustan á Hveravöllum er opin allan ársins hring. Þar er boðið upp á svefnpokagistingu í fjallaskálum, tjaldsvæði, verslun, afgreiðsla á eldsneyti,sturtur og heita laug. Á Hveravöllum er ein besta aðstaða fyrir hesta og hestamenn á hálendinu. Þar eru tvö hesthús, hnakkageymsla og snyrtiaðstaða fyrir ferðafólk.

Oftast er jeppafært til Hveravalla, en best er að fylgjast með færð á vegum áður en haldið er af stað. Einnig þarf að athuga vel færðina í leysingum á vorin. Á sumrin er vegurinn fær öllum vel útbúnum fólksbílum, en þó skal minna á að vegurinn er malarvegur.
www.hveravellir.is

Hveravellir is popular with travellers in all seasons. The area is surrounded by spectacular landscape with both steam and water geyser such as Eyvindahver, Öskurhóll and Bláhver. Eyvindahver gets its names from the famous Icelandic saga about the couple Fjalla – Eyvindur (Mountain – Eyvindur) and Halla. They fled from the law into the highlands shortly after 1760 and spent some 20 years living in the wilderness. Remains from their stay can still be seen at Hveravellir.
To get to Hveravellir you drive Kjalvegur. Kjalvegur is one of the oldest roads in the high lands and lies through the centre of the country. Kjalvegur opens in the middle of June and closes in autum/winter depending on weather conditions. Hveravellir is open all year. Hvervellir has been a nature preserve since 1960. A manned metrological observation was in operation from 1965 till 2004.
Two Mountain huts are in Hveravellir. They both have cooking facilities and equipments. The huts are heated with geothermal heating and have hot/cold running water. Showers and a warm pool are in the area. Only sleeping bag accommodations are available. In Hveravellir there is a small shop, petrol station and a campsite. Hveravellir has one of the best facilities for horses and riders in the highland. There are two stables, storage for saddles and restrooms for travellers. Hay can be bought for the horses but has to be ordered in advance at the same time as the stables.
In the summertime the road is open for well equipped cars; note the road is gravel-surfaced.
www.hveravellir.is