Gullfoss / Geysir

Geysir is one of the most famous spouting hot springs of the world. It is belived that Geysir started spouting in the 13th century. At the beginning of last century it stopped altogether, possible because it was half choked by visitors throwing rocks and turf into the spring in order to activate it. In 1935 it was re-awakended but then it fell a sleep again. Then in an earth quake in the year 2000 it started to spout again. In the area around Geysir there are many more hot springs so one should be carefull to only stay on marked paths in the area.
At Geysir there is Geysisstofa. There is a hotel, a swimming pool, a restaurant, souvenier shop, snack shop, gas station and a multimedia show. In the Geysir area is a horse rental and camping area. You can also go river rafting and hiking.

A few kilometers from Geysir you will find Gullfoss which is one of Icelands most famous waterfall. Its 32m high and is renowned for its beauty. The canyon below the falls is 2500m long and 70m deep.
A information centre, souvenir shop and a restaurant, Gullfoss Kaffi, are located near the falls.

Geysir er ein þekkasti goshver á jörðinni og hefur nafn hans komist inn í erlend mál sem samheiti fyrir goshveri. Talið er líklegt að Geysir hafi myndast við jarðskjálfta í lok 13.aldar. Eftir aldamótin 1900 voru gosin orðin mjög treg og 1916 voru þau hætt með öllu. Með sérstakri aðgerð var hann endurvakinn 1935 en hætti svo gosum að mestu en eftir jarðskjálfta árið 2000 fór hann að gjósa að nýju. Umhverfis Geysi er allstórt hverasvæði og skipta hverirnir nokkrum tugum samtals. Kunnastir þeirra eru Strokkur og Smiður. Geysir hefur gosið öldum saman og verið drjúgt aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn, svo mikið að jafnvel þrír Danakonungar gerðu sér ferð til að líta hann augum. Við hverasvæðið eru þrír steinar, Konungssteinar, sem Kristján IX(1874), Friðrik VIII(1907) og Kristján X(1922) sátu á meðan þeir biðu Geysisgosa.
Við Geysi er Geysisstofa. Þar er hótel, sundlaug, veitingastaður, minjagripaverslun, söluskáli, bensínstöð og fræðasetur sem hefur m.a. að geyma sérstæða margmiðlunarsýningu á náttúruöflum landsins og sýningu á búskaparháttum og staðarsögu. Í nágrenni Geysissvæðisin er hægt að fara á hestbak, í golf, flúðasiglingar og gönguferðir.

Nokkrum kílómetrum fyrir innan Geysir er Gullfoss einn þekktasti foss landsins. Hann er um 32m hár og er annállaður fyrir fegurð sína. Gljúfrið fyrir neðan Gullfoss er um 70m djúpt og 2500m langt, stórfellt og fagurt. Menn höfðu lengi áhuga á að nýta vatnsorkuna sem býr í Gullfossi og margar áætlanir hafa verið gerðar um virkjun Hvítár, en nú er fossinn í ríkiseign.
Við fossinn eru góðir göngurstígar og fræðslumiðstöð, minjagripaverslun og veitingasala.