Laugarvatn

At Laugarvatn Hostel you will find good accommodation. There are many things to do at Laugarvatn, there are good walking routes,  a boat rental, kajak rental, fishing, cave exploration, golf and 4×4 trips. There is also a Gallery, a swimming pool, a gas station, grocery store and restaurants (summer/winter opening hours).
Since the year 1928 there have been schools at Laugarvatn. The first school has been the simble of Laugarvatn since then and a monument og ideas of education and culture from that time. The village grew along side the schools.  A forrest in the care of the Iceland Forest Service is above the village, a walking route runs through the forest.  This is a geothermal  area, and it is said that when Christianiy was legalized in the year 1000, the chieftains from the north refused to bed baptised in the cold waters of Þingvellir were brought to Laugarvatn to be baptised in the warm spring Vígðalaug (Consecrated spring). The bodies of the last Catholic bishop, Jón Arason, and his sons were washed there after they had been beheaded at Skálholt in 1550, and were later taken to Hólar in Skagafjörður for  burial.

Some of Icelands most famous attractions are close to Laugarvatn i.e. Þingvellir, Skálholt and Gullfoss and Geysir.

Laugarvatn er afar fallegur og friðsæll fjölskyldustaður sem býður uppá marga möguleika.

Á Laugarvatni er góð gistiaðstaða fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa og ýmislegt er hægt að gera sér til afþreyingar. Þar eru t.d skemmtilegar gönguleiðir, bátaleiga, kajakleiga, veiði í vatninu, hellaskoðun, fjórhjólaleiga, golf og 4×4 ferðir. Einnig er þar gallerý, sundlaug, bensínstöð, matvöruverslun og nokkrir veitingastaðir á Laugarvatni (sumar/vetraropnunartímar).
Á Laugarvatni hafa verið starfræktir skólar frá 1928. Fyrst Héraðsskólinn á Laugarvatni, svo Íþróttakennaraskóli Íslands 1932, Húsmæðraskólinn 1942 og Menntaskólinn á Laugarvatni 1953. Þegar velja þurfti stað fyrir héraðsskóla sýslunnar komu nokkrir staðir til greina. Því hefur alltaf verið talið, að tilboð Laugarvatnshjónanna (Böðvars Magnússonar (1887-1966), og Ingunnar Eyjólfsdóttur( 1874-1969)) um að bjóða jörð sína undir skólasetur, fyrir lítið fé hafi skipt sköpum um endanlegt staðarval. Héraðsskólinn hefur síðan verið tákn Laugarvatns og minnisvarði hugsjóna um menntun og menningu frá þeim tíma. Þorpið myndaðist svo í kjölfarið vegna starfsemi skólanna. Skógur í umsjá Skógræktar ríkisins er fyrir ofan þorpið, friðaður. Í gegnum hann liggur skemmtilegur göngurstígur. Við Laugarvatn er að finna Vígðulaug, en margir trúa á lækningamátt vatnsins í henni. Dregur hún nafn sitt af því að þar voru menn skýrðir eftir kristnitökuna á Þingvöllum árið 1000. Hjá lauginni eru nokkrir steinar sem eru nefndir Líkasteinar. Þar voru þvegin lík Jóns biskups Arasonar og sona hans áður en þau voru flutt til grefturnar norður að Hólum, 1550.
Laugarvatn er í grennd við helstu ferðamannastaði landsins Þingvelli, Skálholt, Gullfoss og Geysi. Fjöldi ferðamanna leggur leið sína til Laugarvatns árið um kring enda staðurinn ekki síðri heim að sækja að vetri en sumri.